Fréttir

Framkvæmdir í Búrfelli
12. desember 2016

Framkvæmdir í Búrfelli

Undanfarnar vikur hafa verið teknar myndir í Búrfelli af „raisebor“ og sá fyrirtækið Profilm um þá vinnu.


Framkvæmdir við flugbrautir í fullum gangi
28. september 2016

Framkvæmdir við flugbrautir í fullum gangi

Flugbrautaendurnýjun á Keflavíkurflugvelli er eitt af stærstu verkefnunum sem ÍAV er að fást við þessa dagana, samtals vel á sjötta milljarð króna skv. verksamningi. Verkið er fólgið í endurnýjun malbiks og raflagna á aðalflugbrautunum á Keflavíkurflugvelli auk þess sem tengingar milli akstursleiða og flugbrauta eru líka lagfærðar að hluta.

Góður gangur við gerð Vaðlaheiðarganga
30. ágúst 2016

Góður gangur við gerð Vaðlaheiðarganga

„Nú eru eftir 1.351 metrar af greftri Vaðlaheiðarganga (5.855 m búnir). Gröftur hefur gengið ágætlega síðustu vikur þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Grafnir voru 62 metrar í Eyjafirði í síðustu viku sem er mjög gott.

Góður gangur hjá ÍAV Marti í Búrfelli.
23. ágúst 2016

Góður gangur hjá ÍAV Marti í Búrfelli.

Búið er að sprengja um 50% af lengd stöðvarhúss en síðan á eftir að lækka gólf um 7m niður. Stafninn er býsna stór eða 15m x 11,5m og borað 4m inn í hverri sprengingu og kemur um 900m3 af efni úr hverri sprengingu. Þetta samsvarar að við værum að gera veggöng sem væru með tvöföldum akreinum í báðar áttir.

Ný Liebherr beltagrafa
15. ágúst 2016

Ný Liebherr beltagrafa

Nú nýverið fékk ÍAV afhenta Liebherr 966 beltagröfu sem verður notuð í Búrfellsvirkjun.

Undirritun verksamnings
12. ágúst 2016

Undirritun verksamnings

Í dag 12. ágúst var undirritaður verksamningur milli ÍAV og Reita um endurinnréttingu 7. hæðar Höfðabakka 9 í Reykjavík.

Nýir Volvo D35A námutrukkar
06. júní 2016

Nýir Volvo D35A námutrukkar

Nú nýverið festi ÍAV Marti Búrfell kaup á tveimur námutrukkum af gerðinni Volvo A35D og verða þeir notaðir við framkvæmdir við Búrfellsvirkjun II sem er í fullum gangi.