Starfsemi

Marti Norge

Marti IAV DA hafa nú lokið gerð járnbrautarganga í Snekkestad í Noregi fyrir norsku járnbrautirnar. 

Marti IAV Solbakk DA vinna nú við gerð á tvöföldum veggöngum  milli Tau og Stavanger en þetta verða lengstu undirsjávar göng í heimi eða tæpir 18 kílómetrar.

Þessi sameignarfélög eru í eigu ÍAV, Marti Contractors og Tucon.

Annað sameignarfélag, Ósafl sá um gerð Óshlíðarganga og snjófljóðavarnargarði á Bolungarvík en frá árinu 2013 hefur Ósafl unnið að gerð Vaðlaheiðarganga.

Marti Contractors var stofnað árið 1922 og er því rúmlega 90 ára gamalt fyrirtæki með starfsemi víða um heim og um 3.000 starfsmenn.