201 Smári - íbúðir

ÍAV annast stýriverktöku íbúðabygginga í nýju hverfi sunnan við Smáralind í Kópavogi, sem ber nafnið 201 Smári. Heildarstærð hverfisins nær yfir 650 íbúðir en ÍAV hefur séð um byggingu á 215 íbúðum, ásamt bílageymslum, gatnagerð og veitulögnum. Umsvif ÍAV afmarkast af þremur byggingarreitum hverfisins. Byggingarnar eru staðsteyptar en forsteyptar einingar eru t.d. notaðar í milliplötur, svalir og í bílageymslu. Utanhúsklæðningar eru úr sementstrefjaplötum og álklæðningu.

Íbúðir eru fullfrágengnar með innréttingum, gólfefnum og tækjum. Afhending fyrstu íbúða er áætluð í lok september 2018. Íbúðirnar verða svo afhentar með reglulegu millibili út verktímann, eftir því sem verkefninu miðar fram. Einnig er yfirborð lóðar fullfrágengið og gróðursett. Síðasta sumar veitti Kópavogsbær verðlaun fyrir lóðarfrágang á fyrsta byggingarreit.

 

Verkkaupi Smárabyggð
Verk hafið Maí 2017
Verklok áætlað vor 2020
Arkitektar Arkís, T.ark og Tendra
Burðarþolshönnun VSB verkfræðistofa og  Efla verkfræðistofa
Lagnir og loftræstikerfi VSB verkfræðistofa og  Efla verkfræðistofa
Raflagnahönnun Verkhönnun
Eftirlit ÍAV

 

64.098803, -21.889663|/media/181197/dji_0093.jpg?width=250&height=109&mode=crop|201 Smári - íbúðir|/starfsemi/verk/fyrri-verk/ibudarbyggingar/201-smari-ibudir/| ÍAV sér um stýriverktöku á uppbyggingu rúmlega 650 íbúða fyrir hönd Smárabyggðar|terrain | blue | Nánar