Álfsnes - Sorpa

6. október 2016 undirrituðu ÍAV og Sorpa verksamning um undirbúning urðunar í rein 20 í Álfsnesi.

Verkið er fólgið í því að fjarlægja laust efni af yfirborði, sprengja urðunargryfju og uppkeyrslu og koma efni á tipp og nota hluta þess í fyllingu fyrir gasgerðarstöð SORPU sem verður byggð í Álfsnesi.

Einnig að móta skurði fyrir ræsislagnir í urðunargryfjunni og mala efni og haugsetja.

Gert er ráð fyrir að sprengingar á klöpp verði um 385.000 m3 og mölun efnis í burðarlög verði 50.000 m3 og gröftur á lausu efni af yfirborði verði 50.000 m3.

Verkið er hafið og eru verklok áætluð 31. mars 2017.


Verkkaupi

Sorpa

Verk hafið Október 2016
Verklok 31. mars 2017
Byggingastjórn ÍAV
Eftirlit Stuðull verkfræði- og jarðfræðiþjónusta
64.190880, -21.739998|/media/161846/Alfsnes_03.jpg?w=250&h=109&mode=crop|Álfsnes - Sorpa|/starfsemi/verk/verk-i-vinnslu/alfsnes-sorpa/| 6. október 2016 undirrituðu ÍAV og Sorpa verksamning um undirbúning urðunar í rein 20 í Álfsnesi.|satellite | yellow | Nánar