Álftanesvegur

Í þessu verkefni eru unnið að gerð Álftanesvegar (415), milli Hafnarfjarðarvegar og Bessastaðavegar. Verkið felst í því að leggja nýjan 4 km langan veg frá Hafnarfjarðarvegi að Bessastaðavegi.

Gerð verða mislæg gatnamót ásamt að- og fráreinum við Hraunsholt í Engidal, byggð tvenn göng fyrir gangandi umferð og hringtorg við Bessastaðaveg.

Legu strengja, vatns- og hitaveitulagna verður breytt. Þá verða lagðir nýir háspennu- og rafdreifistrengir, síma-, vatns-, og hitaveitulagnir. 

Að framkvæmdinni stendur Vegagerðin í samvinnu við Álftanes og Garðabæ. Verkið var hannað undir verkefnastjórn Vegagerðarinnar.

Verkkaupi Vegagerðin og Garðabær
Verk hafið 2013
Verklok September 2015
Hönnun Mannvit
Raflagnahönnun Mannvit
Eftirlit Vegagerðin
64.090526,-21.976568|/media/165083/Vegurinn.jpg?w=250&h=109&mode=crop|Álftanesvegur|/starfsemi/verk/verk-i-vinnslu/alftanesvegur/| Verkið felst í því að leggja nýjan 4 km langan veg frá Hafnarfjarðarvegi að Bessastaðavegi.|satellite | yellow | Nánar