Endurnýjun flugbrauta Keflavíkurflugvallar

Verkið felst í að lagfæra þversnið á brautum 02-20 og 11-29 á Keflavíkurflugvelli ásamt endurnýjun yfirborðs flugbrauta með fræsingu og malbikun. Gerð nýrra akstursbrauta flugvéla að flugbrautum. Leggja ídráttarröralagnir fyrir nýtt rafkerfi og setja niður kollur fyrir hliðar- og brautarljós.

ÍAV sér um að grafa skurði meðfram brautum fyrir ídráttarrör, útvega og leggja ídráttarrör og brunna í skurði. Setja upp og steypa inn kollur fyrir hliðar- og brautarljós, ásamt því að steypa upp undirstöður fyrir aðflugsljós 02 og 29.

ÍAV sér einnig um alla jarðvinnu og fullnaðarfrágang á hraðakstursbrautum fyrir flugvélar og útvíkkun brauta.

Fræstar verða í burtu allar raufar (grooving) sem gerðar hafa verið í núverandi yfirborð. Einnig verða brautir fræstar í réttar hæðir undir malbik. Lagt verður amk 45 mm þykkt lag af fullþjöppuðu malbiki yfir báðar brautir.

Drafnarfell undirverktaki ÍAV sér um allar flatar fræsingar á malbiki og einnig fræsun rása fyrir ídráttarrör á flugbrautum.

Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas undirverktaki ÍAV setur upp malbikunarstöð innan girðingar  Keflavíkurflugvallar til framleiðslu á öllu malbik til verksins og annast útlögn þess. 

Helstu magntölur:

Gröftur 65.000 m3
Fylling 65.000 m3
Steypar undirstöður 130 stk
Malbiksútlögn 700.000 m2
Malbik 105.000 tonn
Fræsun 420.000 m2
Ídráttarröraskurðir 19.000 m
Fræsing í flugbrautir 59.000 m
Ídráttarrör 155.000 m
Jarðvír 92.000 m

Verkkaupi Isavia ohf
Verk hafið 29.05.2016
Verklok 30.09.2017
Burðarþolshönnun Mannvit
Raflagnahönnun Mannvit
Eftirlit Efla

 

63.985041, -22.605461|/media/166335/Malbik01.jpg?w=250&h=109&mode=crop|Endurnýjun flugbrauta Keflavíkurflugvallar|/starfsemi/verk/verk-i-vinnslu/endurnýjun-flugbrauta-keflavikurflugvallar/| Verkið felst í að lagfæra þversnið á brautum 02-20 og 11-29 á Keflavíkurflugvelli ásamt endurnýjun yfirborðs flugbrauta með fræsingu og malbikun.|satellite | yellow | Nánar